laugardagur, febrúar 14, 2004
Valentínusardagur!!
Í gær var RR dagur. s.s. Rok og Rigningar dagur. Og ég held að á svona dögum taki samstarfsmenn mínir sig saman og láti mig labba sem mest á milli staða sem mögulegt er hægt. Á einum tímapunkti hélt ég virkilega að ég væri að drukna. Gallinn sem ég var í var orðin 30 kr. af vatni, sokkarnir blautir, húfan líka og svo buldi vatnið framan í mér. Ekkert gaman. Svo viti menn að þegar ég var búin að fara í hádegismat og vígbúast gegn veðrinu aftur, alveg tilbúin þá bara hættir að rigna!!
Ég var samt ánægð að það hætti að rigna þó svo að ég hefði klætt mig sérstaklega rigningarlega.
Dagurinn í gær var ekki bara leiðinlegur, því þetta var nú föstudagur og öll helgin framundan, og svo endaði ég daginn á góðri stund í heitapottinum heima.
Í dag er Valentínusardagur. (Eða dagur sem verslunarmenn í US hafa gert afar mikið úr dagur) Ég held (veit) að fyrir mig verður þetta bara venjulegur dagur, nema að þetta er laugardagur og MÍ innahúss er í dag og á morgun, þannig að ég ætla að skella mér í bæinn að horfa á. Allavega kúluvarpið (ég var búin að segja Auði að ég kæmi að horfa á) og 800 karla ( Villi frændi minn ætlar að hlaupa þar, og Bjössi Arngríms). Ég ætla ekki að vera með þetta árið. Það er nefnilega ekki boðið upp á spjótkast innanhúss enn!! Ég bíð og læt mig dreyma um það. Ég hef nú stundum keppt í kúluvarpi á þessu móti, en ég hef myndað mér þá skoðun að kúluvarp sé ekki holt heilsu minni.
Sjáumst,
48 dagar
Ég var samt ánægð að það hætti að rigna þó svo að ég hefði klætt mig sérstaklega rigningarlega.
Dagurinn í gær var ekki bara leiðinlegur, því þetta var nú föstudagur og öll helgin framundan, og svo endaði ég daginn á góðri stund í heitapottinum heima.
Í dag er Valentínusardagur. (Eða dagur sem verslunarmenn í US hafa gert afar mikið úr dagur) Ég held (veit) að fyrir mig verður þetta bara venjulegur dagur, nema að þetta er laugardagur og MÍ innahúss er í dag og á morgun, þannig að ég ætla að skella mér í bæinn að horfa á. Allavega kúluvarpið (ég var búin að segja Auði að ég kæmi að horfa á) og 800 karla ( Villi frændi minn ætlar að hlaupa þar, og Bjössi Arngríms). Ég ætla ekki að vera með þetta árið. Það er nefnilega ekki boðið upp á spjótkast innanhúss enn!! Ég bíð og læt mig dreyma um það. Ég hef nú stundum keppt í kúluvarpi á þessu móti, en ég hef myndað mér þá skoðun að kúluvarp sé ekki holt heilsu minni.
Sjáumst,
48 dagar
Comments:
Skrifa ummæli