<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

Veikindi 

Jæja ekki eru nú alltaf jólin, í gærmorgun (nótt) vaknaði ég bara upp fárveik. Bara með bullandi hita og vitleysu. Þannig að ég var bara ein heima í gær fyrir utan skreppinn til læknisins. Ég er alveg á því að ég er leiðinlegasta manneskja sem til er þegar ég er veik. Ég þoli mig ekki einu sinni sjálf. Ég er nú orðin hitalaus í dag og mun brattari, en verð nú samt að passa mig að standa ekki of hratt upp.

Það varð semsagt lítið úr grímuballsferð hjá mér. Hef örugglega misst af heilmiklu þar. Ég var nú satt að segja ekki búin að finna mér neinn búning þannig að ég hefði örugglega ekki unnið til verðlauna, en ég hefði vissulega skemmt mér. Ég þarf endilega að heyra fljótlega í einhverjum sem var þarna og veiða upp úr honum upplýsingar, jafnvel myndir. Margt leiðinlegra en að sjá myndir af fólki í misvelheppnuðum búningum. Einn (Nenfi engin nöfn) var búinn að segja mér að hann hafi ætlað að ganga fram af liðinu all verulega, fékk reyndar alveg lýsinguna á því hvernig hann ætlaði að vera, efast um að hann hafi látið verða af því. En ef hann hefur gert þetta þá tek ég ofan fyrir því og verð enn svektari með að hafa ekki komist.

Í dag er svo föstudagur og það er góður dagur. Ætla heim á Skeiðin um helgina, ekkert annað planað, sem betur fer því ég þarf að fara vel með mig og jafna mig almennilega á þessum veikindum.

42 dagar til stefnu.




Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?