þriðjudagur, mars 23, 2004
Bara ekkert að gerast
Dagurinn í dag er bara svona dagur þar sem ekkert er að gerast. Ekki það að ég hafi ekki nóg að gera bara það er allt svo flatt. Bara vinna, fara á æfingu og svo á aðra æfingu. Það er kannski bara ég sem svaf allt of mikið í nótt. Mín bara steinsofnaði í sófanum í gær og svaf alveg öfga mikið. En þetta lagast eflaust þegar ég kemst út á eftir. Íkt gott veður eða á maður að segja Ýkt gott veður. Ekki alveg viss en ég ætla nú ekki að fara að gerast einhver stafsetir þar sem það er nokkuð ljóst að þar á ég ekki nokkra framtíð.
Annars fékk ég eina spurningu í dag sem gaf mér hugmynd um nýtt atriði hérna inn á síðuna en það er gullkorn dagsins. Ekki það að ég ætli að koma með gullkorn á hverjum degi en skjóti inn fáránlegum hlutum þegar þau koma upp.
Gullkorn 1.
Get ég sett spólu í sjónvarpið, þannig að myndin komi á skjátjaldið?
Ekkert illa meint en stundum eru menn svolítið að flýta sér of mikið !!
Annars eru 10 dagar í æfingabúðirnar í Athens og þá get ég farið að telja niður á fingrunum líka. ;)
Annars fékk ég eina spurningu í dag sem gaf mér hugmynd um nýtt atriði hérna inn á síðuna en það er gullkorn dagsins. Ekki það að ég ætli að koma með gullkorn á hverjum degi en skjóti inn fáránlegum hlutum þegar þau koma upp.
Gullkorn 1.
Get ég sett spólu í sjónvarpið, þannig að myndin komi á skjátjaldið?
Ekkert illa meint en stundum eru menn svolítið að flýta sér of mikið !!
Annars eru 10 dagar í æfingabúðirnar í Athens og þá get ég farið að telja niður á fingrunum líka. ;)
Comments:
Skrifa ummæli