<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 17, 2004

Geðheilsa! 

Jæja ég verð eiginlega að segja það að ég væri örugglega mun verri á geði ef ég væri ekki spjótkastari. Það er ekki spurning að æfingin í gær og fyrradag forðaði mér frá því að brjálast bara endanlega í morgun. Þannig að ég á nú spjótinu margt að þakka.
Það er sem sagt allt búið að vera þokkalega bilað í vinnunni hjá mér. Ég held að ég sé búin að ofdekra þetta fólk hérna svo mikið að það eru margir hættir að vita hvað þolinmæði er. Heldur gjörsamlega heldur manni í heljargreipum þar til að maður er búinn að sinna þeim, þó svo að þeir séu ekki efstir á forgangslistnum.
Annars er bara enn meiri blíða í dag en í gær, og þess vegna er ég bara í góðu skapi og hlakka til að losna út seinni partinn.
Held ég sé alveg farin að skilja hvernig kúnum líður þegar þeim er hleypt út fyrst á vorinn.

Og núna er talningin komin niður í 16.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?