mánudagur, mars 15, 2004
Gott verður eða gott veður
Ég bara dýrka veðrið eins og það er búið að vera í dag og í gær.
Var bara allan daginn í gær úti. Fyrst að stússast með mömmu og síðan aðeins að vesenast í hrossunum.
Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Það er nefnilega það að með svona góðu veðri þá fara brumin af stað og það þýðir ofnæmi fyrir mig. Ég var nefnilega als ekki viðræðu hæf í gærkvöldi vegna hnerra, og augnkláða.
Lagaðist heilmikið í nótt og svo er gróðurinn ekki eins kominn af stað hérna á Hvanneyri eins og á jarðhitasvæðinu heima. Þannig að ég er bara bærileg í dag. Enda búin að þurfa að vera mestmegnis inni. Það er sko ekki það sem ég vildi helst.
Annars hefur ekki margt verið að angra mig í dag. Helst það að ég vildi að þeir færu að koma þessu skipi af stað sem er fast í fjörunni í Skaftafellssýslunni, áður en það fer að valda einhverjum óþarfanáttúruspjöllum.
18 dagar eftir og nú fer þetta nú að styttast ;)
Var bara allan daginn í gær úti. Fyrst að stússast með mömmu og síðan aðeins að vesenast í hrossunum.
Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Það er nefnilega það að með svona góðu veðri þá fara brumin af stað og það þýðir ofnæmi fyrir mig. Ég var nefnilega als ekki viðræðu hæf í gærkvöldi vegna hnerra, og augnkláða.
Lagaðist heilmikið í nótt og svo er gróðurinn ekki eins kominn af stað hérna á Hvanneyri eins og á jarðhitasvæðinu heima. Þannig að ég er bara bærileg í dag. Enda búin að þurfa að vera mestmegnis inni. Það er sko ekki það sem ég vildi helst.
Annars hefur ekki margt verið að angra mig í dag. Helst það að ég vildi að þeir færu að koma þessu skipi af stað sem er fast í fjörunni í Skaftafellssýslunni, áður en það fer að valda einhverjum óþarfanáttúruspjöllum.
18 dagar eftir og nú fer þetta nú að styttast ;)
Comments:
Skrifa ummæli