<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 01, 2004

Helgin er liðin : ( 

Jæja helgin er liðin og ég er bara ekkert búin að ná að sofa út alla helgina. Á laugardags morguninn vaknaði ég eldsnemma til að fara að keppa í blaki í Mosfellsbænum. Mjög gaman það og við stóðum okkur alveg eins og hetjur og unnum allt nema einn leik. En ég yfirgaf mótið reyndar um hádegi til að fara á Héraðsþing HSK. Hitti slatta af fólki þar. Ég fór þangað vegna þess að ég var valin Íþróttamaður HSK, 3. árið í röð. Ég hélt nú að ég myndi ekki verða valin núna. Að mínu mati hefði Óli Oddur átt að vinna. En það er auðvitað bara mitt álit, og það hefur ekkert að segja í þessu.
Síðan á sunnudagsmorguninn vaknaði ég aftur snemma og fór í einhverja meðferð sem kallast höfuðbeina og spjalshryggs jöfnun. Vonandi hjálpar þetta, ég er allavega viss um að þetta sakar ekki.
Síðan fór ég með hluta fjölskyldunnar á Matar sýninguna í Fífunni. Borðaði bara engan hádegismat og skellt mér bara í það að smakka á hinu og þessu. Ég get svo svarið það að það var margt gott þarna en ég lenti samt í því sem ég held að hafi bara aldrei komið fyrir mig áður. Ég smakkaði vont súkkulaði. Það var ekki það að eitthvað súkkulaði væri betra en þetta, nei !!! Það var bara alveg hræðilega vont. Þurfti bara snögglega að smakka einhvern mjólkurdrykk á eftir, til að losna við bragðið.
Svo þegar við vorum búin að smakka okkur södd yfirgáfum við svæðið. Enda voru komnir allt of margir þarna. Maður gat varla komist á milli staða og svo var orðið svo heitt og mollulegt. Rosalega vorkenndi ég Gunnu frænku sem þurfti að standa þarna allann daginn og kynna.
Eftir allt þetta fór ég heim að slappa af. Og ég sem ætlaði að horfa á Nikolei og Julie í sjónvarpinu bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en í morgun og misti af þættinu. Gerir svo sem ekki til svefninn er svo mikilvægur þegar maður er þreyttur.

Núna eru 32 dagar til Athens dvalar.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?