<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 10, 2004

Hvað er svo merkilegt við daginn í dag? 

Já hvað er merkilegt við daginn í dag?

Það merkilegasta að mínu mati við daginn í dag er að hann Tommi vinur minn, fuglafræðingur og fyrrverandi stangarstökkvari er 30. ára í dag. Innilega til hamingju með það Tommi!
Rosalegt hvað allir í kringum mann eru að eldast. Ekki finnst mér ég vera neitt að eldast. Þó svo að dagatalið segi kannski eitthvað annað, en hvað er að marka það?
Annars er ég orðin meira en lítið þreytt á öllu þessu roki og rigninu. Því það eru næstum því allir gluggarnir heima hjá mér farnir að leka eins og þeim sé borgað fyrir það. Eftir þetta hélt ég bara að það gæti bara ekki orðið verra en viti menn, það er farið að leka úr loftinu líka. Svo þegar ég hringdi í manninn sem á að sjá um að þetta sé nú allt í lagi, þá sagði hann mér að merkja þá staði sem leka, hann kæmi svo og liti á þetta í SUMAR. Er sumt fólk ekki í lagi! segi ég nú bara. Ég er annars búin að vera að þjálfa mig í "vatnsveituúrgluggaverkfræði" núna í rigningunum. Feiknalega miklar pælingar um fötur og handklæði þar á ferðinni. Svona til að ég vakni nú ekki upp einn morguninn druknuð.
Ef ég væri búin að koma því í verk að hafa myndir hérna inni þá hefði ég getað sýnt ykkur útkomuna en það verður bara að bíða siðari tíma.

En það er nú mikill plús að vita af því að það eru bara 23 dagar þar til ég fer til US

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?