þriðjudagur, mars 02, 2004
Þriðjudagur til ...
Jæja vonandi að þetta sé ekki Þriðjudagur til þrautar, því það væri nú ekki skemmtilegt eftir gærdaginn. Hann var nefnilega þannig að það komst virus inn á eina tölvuna hérna á svæðinu og plaff flutningsgeta til og frá svæðinu var bara upptekin. En auðvitað uppgötvaðist fljótlega hvaða tölva þetta var en það tók ár og daga að hreinsa hana og ætlum að klára í dag. Sem sagt strembinn gærdagur.
Fór samt og tók hressilega æfingu. Er reyndar að slaka aðeins á núna þar sem það er þrálátur strengur í hamnum út frá bakinu. Þannig að núna verður hnébeygjunum sleppt og fótapressa tekin í staðinn. Allt annað gert sem hugsanlega getur hjálpað til við að laga þetta. Gengur náttla ekki að finna svona til.
31 dagar eftir í niðurtalningunni
Fór samt og tók hressilega æfingu. Er reyndar að slaka aðeins á núna þar sem það er þrálátur strengur í hamnum út frá bakinu. Þannig að núna verður hnébeygjunum sleppt og fótapressa tekin í staðinn. Allt annað gert sem hugsanlega getur hjálpað til við að laga þetta. Gengur náttla ekki að finna svona til.
31 dagar eftir í niðurtalningunni
Comments:
Skrifa ummæli