<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 29, 2004

Í skýjunum 

Jæja ég er í svo góðu skapi núna að það er bara ekki hægt að ná mér niður. Menn hafa reynt ýmislegt til þess í dag en það get ég sagt ykkur að það hefur ekki virkað.
Það er svo fallegt úti, sól og blíða og snjór yfir öllu. Það var meira að segja svo bjart áðan að ég sá bara ekki neitt fyrst eftir að ég kom inn. Þvílík birta. Og er það þá furða að maður sé glaður, eftir allt skammdegið. Annars held ég að það verði bara æfing í Nesinu í dag. Og síðan þarf maður bara að fara að pakka. Enni seinna vænna að fara að tína sumarfötin niður í tösku.
Það eru sko 4 dagar í brottför og margt að gera þangað til.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?