laugardagur, mars 13, 2004
Tíminn líður hratt ... or not!!
Jæja þessi vinnuvika var þokkalega lengi að líða. Ég bara hef ekki vitað annað eins. Bara eins og það væri búið að lengja sekúndurnar um helming.
Annars eru nokkrar furðulegar vangaveltur búnar að vera í gangi hjá mér. Vinnufélagi minn átti bara erfitt með að hemja sig þegar ég sagði honum frá þessu.
1. vangavelta.
Hvað skildi fólk (nemendur, aðrir kennarar) segja ef ég ákveð einhvern daginn að á prófi hjá mér kæmi spurningar eins og þessar.
Ræðið muninn á cosinus og sinus.
Afhverju nota menn 2 + 2 = 5 og hvenær?
Afhverju er 1 = 1?
Þetta væri auðvitað bara kvikindisskapur en ég væri alveg til í að skella einni svona inn á próf hjá mér sem aukaspurningu.
2. Vangavelta.
Hugsum okkur það að einn daginn eigi maður að gera eitthvað sem mann langar alls ekki til að gera en hefur vitað að maður yrði að gera í nokkurn tíma. Til dæmis próf, leiðinlegur fundur eða eitthvað þess háttar. Svo þann dag ákveður maður að þetta sé bara ekki sá dagur. Og stæði bara fastur á því. Þegar fólk segir svo jú núna er föstudagurinn 12. mars og þetta er í dag. Þá væri bara svarið að það væri fimmtudagurinn 3 júní hjá þér. Hvernig skildu viðbrögðin verða.
Ég verð bara að segja að ég vildi bara mjög gjarna núna færa 2. apríl þannig að hann yrði á morgun!!
Guess why!!
Svona eru hugsaninar hjá mér stundum og vinnufélaginn gekk aðeins lengra og hann vildi helst hafa tvær helgar í viku.
Jæja ég held ég hætti þessu bulli núna áður en ég geng alveg fram af fólki ;)
20 biðdagar eftir.
Annars eru nokkrar furðulegar vangaveltur búnar að vera í gangi hjá mér. Vinnufélagi minn átti bara erfitt með að hemja sig þegar ég sagði honum frá þessu.
1. vangavelta.
Hvað skildi fólk (nemendur, aðrir kennarar) segja ef ég ákveð einhvern daginn að á prófi hjá mér kæmi spurningar eins og þessar.
Ræðið muninn á cosinus og sinus.
Afhverju nota menn 2 + 2 = 5 og hvenær?
Afhverju er 1 = 1?
Þetta væri auðvitað bara kvikindisskapur en ég væri alveg til í að skella einni svona inn á próf hjá mér sem aukaspurningu.
2. Vangavelta.
Hugsum okkur það að einn daginn eigi maður að gera eitthvað sem mann langar alls ekki til að gera en hefur vitað að maður yrði að gera í nokkurn tíma. Til dæmis próf, leiðinlegur fundur eða eitthvað þess háttar. Svo þann dag ákveður maður að þetta sé bara ekki sá dagur. Og stæði bara fastur á því. Þegar fólk segir svo jú núna er föstudagurinn 12. mars og þetta er í dag. Þá væri bara svarið að það væri fimmtudagurinn 3 júní hjá þér. Hvernig skildu viðbrögðin verða.
Ég verð bara að segja að ég vildi bara mjög gjarna núna færa 2. apríl þannig að hann yrði á morgun!!
Guess why!!
Svona eru hugsaninar hjá mér stundum og vinnufélaginn gekk aðeins lengra og hann vildi helst hafa tvær helgar í viku.
Jæja ég held ég hætti þessu bulli núna áður en ég geng alveg fram af fólki ;)
20 biðdagar eftir.
Comments:
Skrifa ummæli