<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 23, 2004

Gleðilegt Sumar 

Jæja það er bara komið samkvæmt dagatalinu. Ég kalla þetta nú vor en ég er alveg viss um það núna að það er komið vor. Veðrið er búið að vera alveg indislegt núna seinustu daga. Og er ég búin að nota þá til ýmissa hluta. Síðasta vetrardag var heljarinnar grillpartý í fjárhúsunum og skellti ég mér þangað og sé ekki eftir því. Alveg snilldar nautasteik sem ég fékk þar. Var svo að spá í að skella mér með hinum á Geirmund í Borgarnesi en sofnaði bara fyrir framan sjónvarpið og svaf til morguns og lengur en ég ætlði. Fór þá að líta á Öldungana í blakinu á Akranesi, bara gaman af því.
Annars er ég bara búin að ná mér í einhverja pest núna og ef fólkið væri ekki að skila BS ritgerðunum í dag, færi ég heim og tæki veikindadag. En í stað þess verð ég að lympast hérna ef einhverjum skildi hlotnast að þurfa á hjálp að halda, eins og ég vænti að það eigi nokkrir eftir að koma og þurfa á útprenntun á halda. En ég verð að viðurkenna að ég væri ekki til í dag eins og miðvikudaginn, en ég var bara á fullu allan daginn og fékk ekki einu sinni frið til að taka nema 15 mín í hádegismat. Þvílíkt sem sumir halda alltaf að þeir séu einir í heiminum.
Fyrir utan allt þetta þá er ég að skipuleggja keppnisferð í lok júní til Þýskalands og Svíþjóðar. Helv... gaman. Á bara eftir að púsla ferðunum saman.
En GLEÐILEGT SUMAR og vonandi heldur það áfram að vera eins gott og það byrjaði.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?