laugardagur, apríl 17, 2004
Komin heim
Jæja nú er maður bara komin heim á klakan aftur. Búin að sofa svona það mesta úr mér og verð að þrauka til kvölds með að sofa meira til að rétta sólahringin af. Annars var þetta nú ein skrautlegasta heimferð sem ég hef bara lent í. Mér gekk að sjálfsögðu bara blússandi fínt í gegnum þetta allt. En 6 aðilar misstu af fluginu frá Atlanta til Baltemore og 1 af fluginu til Keflavíkur. Ekki neitt gaman af því. Vonandi komast bara alliir heilir heim á endanum. En þeir sem urðu eftir í Atlanta fengu annað flug í tíma til að komast í flugið heim.
Fyrir utan þetta var ferðin alveg brilliant. Verslaði heilan helling á næstum engan pening og er satt að segja hálf farin að sjá eftir því að hafa bara ekki keyft mér nýja tösku og verslað meira. En ég get nú verið alveg óþolandi sparsöm á stundum. Ég átti bara ekki roð í marga af strákunum þarna. En það þýðir nú líka bara minna sjokk við að sjá Kreditkortareikninginn.
Jaeja ætli maður ætti ekki að fara að reyna að ganga eitthvað um núna og reyna að losna við þessa vökvasöfnun sem varð í fótunum á mér á leiðinn. Hef bara aldrei orðið svona slæm.
Rosalega var nú annars gott að leggja sig í rúminu sína áðan ;)
Fyrir utan þetta var ferðin alveg brilliant. Verslaði heilan helling á næstum engan pening og er satt að segja hálf farin að sjá eftir því að hafa bara ekki keyft mér nýja tösku og verslað meira. En ég get nú verið alveg óþolandi sparsöm á stundum. Ég átti bara ekki roð í marga af strákunum þarna. En það þýðir nú líka bara minna sjokk við að sjá Kreditkortareikninginn.
Jaeja ætli maður ætti ekki að fara að reyna að ganga eitthvað um núna og reyna að losna við þessa vökvasöfnun sem varð í fótunum á mér á leiðinn. Hef bara aldrei orðið svona slæm.
Rosalega var nú annars gott að leggja sig í rúminu sína áðan ;)
Comments:
Skrifa ummæli