<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 19, 2004

Venjulegur mánudagur 

Jæja nú er bara venjulegur mánudagur. Er að verða komin í takt við hlutina á klakanum aftur. Skellti mér á morgunæfingu í morgun til að hnikkja enn betur á því. Ég var alveg búin að gleyma því hvað það er nú kallt að fara svona út á morgnanna. En með nokkrum fatalögum þá gengur þetta alveg. Það var sem sagt tekin liðkandi æfing í morgun. Upphitun + 6x100 með 2 mín á milli. Svo ætla ég að taka aðra æfinu í kvöld sem á að innihalda lyftingar og nokkuð af atrennuhlaupum.

Annars er ég ósköp fegin að það eru bara 4 dagar í þessari vinnuviku. Annað hefði bara verið of mikið.
Ekki meira í bili frá þeirri heimkomnu.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?