laugardagur, maí 22, 2004
Einn af þessum slæmu dögum.
Jæja nú ætla ég mér bara að leifa mér að vorkenna mér svoltið. Þannig er það nú bara að dagurinn byrjaði á því að ég gat ekki sofið nema í nokkra tíma. Bölvaðar hrotur á neðri hæðinni. Blessaður gamli maðurinn getur nú ekkert gert að þessu en í nótt fór þetta í pirrurnar á mér. Síðan var þetta líka góða veður fram eftir degi, sem breyttist að sjálfsögðu þegar kom að frjálsíþróttamótinu því lík hörmung. Rok og rigning og meiri rigning. En það sem ég vorkenni mér mest út af er það að hundurinn minn hún Hera dó í dag. Blessunin hún var nú að verða 15 ára. En ég á eftir að sakna þess að komast ekki hjá því að heilsa henni fyrst af öllum þegar ég kem heim. Það eitt var hún með á hreynu það var hljóðið í bílnum mínum. Þó svo að hún væri svotil hætt að heyra nokkurn hlut, þá kom hún alltaf hlaupandi á móti manni. Brosandi út að eyrum og dillandi skottinu þannig að maður var hissa að það var ekki löngu dottið af.
Hún var bestust !!
Hún var bestust !!
Comments:
Skrifa ummæli