<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 11, 2004

Það er bara góða skapið! 

Jæja ég er bara búin að vera í endalaust góðu skapi í dag. Skil bara ekkert í þessu. En svona dagar koma bara inn á milli. Ég fór í gær í Laugardalinn á milljandi æfingu. Heilmikið gott að gerast. Stífnaði reyndar svoltið upp í náranum en það jarnaði sig fljótt aftur. Allavega finn ég ekki mikið fyrir því þessa stundina. Hef reyndar ekki reynt neitt mikið á það en það kemur bara í ljós.

Ég er búin að bæta inn tengli á Tótu Fljótu. Gengur náttla ekki að hafa hana ekki með á listanum. Eins er ég búin að setja inn mótin sem ég er að plana að fara á í sumar. Eflaust á ég nú eftir að bæta einhverju inn og taka eitthvað út, en eins og er þá er þetta planið. Svo þarf ég endilega að fara að drífa í því að koma mynda link inn á síðuna. Geri það vonandi fljótlega.

Áfram í góða skapinu og vonandi sem legnst ;)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?