<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 19, 2004

Góð æfing í kuldanum í gær 

Jæja tók bara nokkuð góða æfingu í gær. Reyndar eins og seinustu daga þá er vont að halda á spjótinu í kuldanum. Er að leita mér að vetlingum sem ég get verið í meðan ég kasta. Það er sko ekki gott að kasta frosin á puttunum.
S.s. ég kastaði heilan helling á grasinu, þar sem fótboltamenn voru á æfingu á vitlausum stöðum á vellinum. En tók svo nokkra stutta spretti og svo var nelgt á lyftingar. Var reyndar orðin nokkuð stíf þegar ég byrjaði á því, en þá var bara tekið tillit til þess. Síðan eftir 3 tíma æfingu var slappað af í heitu pottunum. Eitt það nauðsynlegasta eftir æfingar úti í kuldanum.
Morgunin í dag byrjaði síðan á þann hátt að ég svaf yfir mig. Vaknaði bara við það að vinnu síminn minn var að hringja. Þannig að ég ætti að vera þokkalega sofin, en missti þó af morgunæfingunni. :(
Annars eru við Skarphéðinsmenn með samæfingu á Laugarvatni í kvöld, það verður gaman að sjá hverjir það eru sem mæta þar. Vonandi eitthvað fleiri en ég held ;)


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?