fimmtudagur, maí 13, 2004
Jæja
Jæja eitthvað er ég nú enn í góðu skapi. Samt eru nú nokkrir búnir að reyna að lemja það niður, gengur ekki hí á þá. En það er samt alveg ótrúlegt hvað maður getur víst gengið fram af fólki alveg án þess að taka eftir því. Ég gerði þetta víst við einn nemanda hérna og það er bara búið að röfla yfir mér á netinu. Sagði þessum nemanda víst að þeim mun fleiri sem röfluðu í mér yfir einhverju þeim mun lengur tæki það mig að koma mér til að gera þetta. Sérstaklega þegar sama fólkið er að röfla aftur og aftur, eins og því sé borgað fyrir það. Eitthvað hef ég nú verið orðin pirruð þegar þessi annars ágæti nemandi talaði við mig, en ég var bara búin að ákveða að ganga ekki á allar tölvur staðarins til að uppfæra eitt forrit, þar sem það er nú stutt í að það eigi að strauja allar tölvurnar.
En þetta er nú bara dæmi um hvað sumir hlusta bara á hluta af því sem maður segir.
Jæja bara gaman af þessu.
Svo var undankeppnin í Eurovision í gær og ég fylgdist aðeins með því með öðru eyranu. Mitt álit er það að þetta voru meira og minna léleg lög, og það skársta komst ekki einu sinni áfram. Annað hvort er þetta tómur klíkuskapur og menn kjósa ekki eftir sinni sannfæringu, eða að fólk hafi bara fáránlegan tónlistarsmekk. Vonandi verður þetta eitthvað betra á laugardaginn. Annars gef ég bara frat í þessa keppni.
Ekki meira sem liggur á mínu hjarta í augnablikinu.
En þetta er nú bara dæmi um hvað sumir hlusta bara á hluta af því sem maður segir.
Jæja bara gaman af þessu.
Svo var undankeppnin í Eurovision í gær og ég fylgdist aðeins með því með öðru eyranu. Mitt álit er það að þetta voru meira og minna léleg lög, og það skársta komst ekki einu sinni áfram. Annað hvort er þetta tómur klíkuskapur og menn kjósa ekki eftir sinni sannfæringu, eða að fólk hafi bara fáránlegan tónlistarsmekk. Vonandi verður þetta eitthvað betra á laugardaginn. Annars gef ég bara frat í þessa keppni.
Ekki meira sem liggur á mínu hjarta í augnablikinu.
Comments:
Skrifa ummæli