<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 01, 2004

Risin úr rekkju 

Jæja loksins taldi ég mig vera komna með heilsu til að gera eitthvað. Skellti mér á eina létta æfingu hérna á Vorsabæjarveginum. 10x100 m með 90 sek hvíld á milli . Þetta er yfirleitt bara létt en komst að því að svo er ekki endilega þegar maður er að stíga upp úr kvefpest og er enn með leifar í nösunum. En mikið leið mér nú betur á eftir og eflaust losar þetta mig við slenið sem er búið að vera að hrjá mig. Tók líka nokkur hopp. Svo verður bara tekið í spjótið og allt sett á fullt á morgun. Ekki seinna vænna.
Annars er bara þetta líka góða veður komið og allt á fullu í vorverkunum í sveitinni. Ekki er nú hægt að láta það fram hjá sér fara.
Bless í bili



Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?