miðvikudagur, júní 16, 2004
Gærdagurinn
Jæja nú er gærdagurinn liðinn, eins og allir aðrir gærdagar. Var bara frekar rólegur dagur. Tók létta morgunæfingu, og skellti mér síðan á Pizza 67 á landsliðsfund eftir vinnu. Bara svona venjulegur fyrirmót fundur. Allir að róta í öllum töskum að leita að fötum sem passa hverjum og einum. En eins og vanalega þá finnst ekki neitt eftir smá stund því það er búið að róta svo mikið í þessu. En ég held að ég hafi fundið föt sem passa. Er reyndar ekki búin að máta allt. Nennti ekki að vera að standa í því að máta þarna, valdi bara það sem mér sýndist vera mín stærð. ;)
Síðan var smá spjall og svo rúllaði ég aftur á Hvanneyri.
Þá eru bara 4 ferðir í Reykjavík eftir í þessari viku :) Ég er að vona að ég fái mig lausa úr vinnunni á föstudaginn svo ég geti skellt mér á suðurlandið 17. júní. Þarf ýmislegt að stússast þar.
Annars ætla ég bara að láta fólk vita af því, sem ekki veit það nú þegar, að það er nánast skyldumæting fyrir alla á Laugardalsvöllinn um helgina. Þar verður nefnilega Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum og það er mjög sjaldgæft að við fáum svona marga góða keppendur til Íslands. Verður örugglega mikil stemming. Ég er allavega komin í feykna stemmingu fyrir þetta mót. Tek seinustu alvöru æfinguna fyrir mótið í kvöld og svo verður bara léttar æfingar þangað til.
Síðan var smá spjall og svo rúllaði ég aftur á Hvanneyri.
Þá eru bara 4 ferðir í Reykjavík eftir í þessari viku :) Ég er að vona að ég fái mig lausa úr vinnunni á föstudaginn svo ég geti skellt mér á suðurlandið 17. júní. Þarf ýmislegt að stússast þar.
Annars ætla ég bara að láta fólk vita af því, sem ekki veit það nú þegar, að það er nánast skyldumæting fyrir alla á Laugardalsvöllinn um helgina. Þar verður nefnilega Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum og það er mjög sjaldgæft að við fáum svona marga góða keppendur til Íslands. Verður örugglega mikil stemming. Ég er allavega komin í feykna stemmingu fyrir þetta mót. Tek seinustu alvöru æfinguna fyrir mótið í kvöld og svo verður bara léttar æfingar þangað til.
Comments:
Skrifa ummæli