þriðjudagur, júní 01, 2004
Held það sé bara nóg komið í blili!
Jæja rosalega var maður nú duglegur um helgina. Ekkert smá sem gekk á. Mót á föstudag, kýrnar út á laugardag. (Ein kvíga dauð og ein kýr ónýt eftir þann dag.) Minkur í andakofanum á sunnudag og allur dagurinn fór í minkaveiðar og samt tókst okkur að gera grænmetisgarðinn klárann og planta í hann,(Gunna og Palli) auk þess sem við plöntuðum helling af sumarblómum. En helv.... minkurinn slapp þegar við fórum að sofa. En hann verður lagður í einelti héðan af.
Heyrðu! svo var ekki nóg með það heldur bilaði síðan traktórinn hjá okkur á mándugas morgunin. Þannig að hingað og ekki lengra, ólukkan getur ekki bara tekið sér bólfestu heima hjá mér.
Heyrðu! svo var ekki nóg með það heldur bilaði síðan traktórinn hjá okkur á mándugas morgunin. Þannig að hingað og ekki lengra, ólukkan getur ekki bara tekið sér bólfestu heima hjá mér.
Comments:
Skrifa ummæli