<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 21, 2004

Helgin 

Jæja, margt sem gerðist um helgina.
Evrópubikarkeppnin var í Reykjavík og gekk bara ágætlega þar. Ég lenti í 3. sæti og kastaði 51,30 m. Er bara sátt við það. Vildi nú samt kasta lengra eins og vanalega. Ekki vantar viljan. Rosalega margir nýliðar sem voru í íslenska liðinu og þeir stóðu sig alveg frábærlega. Gaman hvað þeim gekk vel og vonandi verður þetta þeim hvattning til að vera hrikalega dugleg að æfa áfram og þá verður getur liðið orðið miklu sterkara á næsta ári. Og eins þeir sem komust ekki í liðið þið verðir bara að æfa jafnvel meira til að komast í það á næsta ári. Alla vega held ég að ég verði nú að halda vel á spöðunum næsta vetur til að halda sætinu mínu.
Jæja og svo á laugardagskvöldið var útskrifatrveisla hjá bróður mínum honum Auðunni. Hann var að útskrifast sem viðskiptafræðingur frá HÍ. Þetta var bara feiknar veisla, með miklum og góðum mat og síðan voru snilldar skemmtiatriði sem fólk kom með. Ýmist leikþættir, saungur eða ræður. Veislan stóð í nokkuð langan tíma en eftir að fólk var búið að sofa örítið þá fóru margir veislugestanna i fallgöngu upp á Vörðufell. Það hefur eflaust verið mjög skemmtilegt, en ég fór ekki í hana heldur skellti í Rvk og horfði á seinni daginn á Evrópubikarnum.

Núna þarf ég að fara að koma mér á æfingu.

:)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?