miðvikudagur, júní 23, 2004
Meiri vitleysan
Jæja, nú fer að líða að utanför minni. En eftir gærdaginn er ég ekki alveg viss hvenær ég fer. Fekk bref frá þeim í Cuxhaven og veit ekki hvort að ég sé að fara að keppa þar. Kemur bara í ljós hvort ég er að fara út í fyrramálið eða bara um helgina og þá bara beint til Svíþjóðar. Ég er ekki alveg að fíla svona óvissu, en get bara ekki annað. Get breytt flugmiðanum mínum þar til 3 tímum fyrir brottför, þannig að það er ekkert vandamál. En ef ég er ekki að fara til Þýskalands þá sé ég mikið eftir þeim tíma sem fór í að höndla þessa lestarmiða þangað. Bölvað vesen.
En svona er nú bara lífið og það væri bara ekkert gaman af því ef maður gengi að öllu vísu.
Eftir að ég frétti af þessu þá ákvað ég bara að skella mér í Kaplakrikan og keppa í spjóti. Það var alveg dúndur blíða í Hafnarfirðinum eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu, en ekki voru nú margir keppendur í spjótinu. Fengum 2 stelpur til að kasta einu kasti til að gera þetta allt saman löglegt.
Eftir allt sem á undan gengið þá fannst mér ég bara standa mig ágætlega. Kastaði 51,44 m. Þá er ég búin að kasta yfir 51 m á seinustu 3 mótum. Vonandi fer það nú að koma að hitti á gott kast.
Jæja vonandi fer ég það að komast á hreint hvernig verður með utanförina.
En svona er nú bara lífið og það væri bara ekkert gaman af því ef maður gengi að öllu vísu.
Eftir að ég frétti af þessu þá ákvað ég bara að skella mér í Kaplakrikan og keppa í spjóti. Það var alveg dúndur blíða í Hafnarfirðinum eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu, en ekki voru nú margir keppendur í spjótinu. Fengum 2 stelpur til að kasta einu kasti til að gera þetta allt saman löglegt.
Eftir allt sem á undan gengið þá fannst mér ég bara standa mig ágætlega. Kastaði 51,44 m. Þá er ég búin að kasta yfir 51 m á seinustu 3 mótum. Vonandi fer það nú að koma að hitti á gott kast.
Jæja vonandi fer ég það að komast á hreint hvernig verður með utanförina.
Comments:
Skrifa ummæli