<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júní 12, 2004

Rólegheit 

Jæja nú er það bara rólegheitin hjá mér. Fór heim í sveitin í gær. Búin að rölta upp í hrossa stóð og kíkja betur á folaldið. Þetta er líka þessi fíni klár. Bleik blesóttur. Fannst nú á honum að honum finndist full heitt í gær. Ég tók nokkrar myndir af honum og set þær hérna inn fljótlega. Síðan horfðum við fjölskyldan á Gullmótið í gær. Byrjar bara með heimsmeti og látum. En síðan var greinilega full mikið af langhlaupum þannig að helmingurinn af áhorfendunum sofnuðu !!! ;)
Annars er ég búin að ákveða að keppa ekki á Coka Cola mótinu núna á miðvikudaginn. Taka frekar gæða æfingu og undirbúa mig fyrir næstu helgi.
Það er samt alveg ótrúlegt sem ég hef tekið eftir núna í dag og í gær, að þegar ég er eitthvað farin að sína í spjótkastinu þá stoppar varla síminn hjá mér þar sem fólk er að hringja og vilja fara að hjálpa mér. Eins og það sé viturlegt svona í miðju keppnistímabili og ég með alveg úrvalsfólk mér til aðstoðar. En svona er þetta bara. Og ætli maður reyni nú ekki að hlusta aðeins á hvað þetta fólk er að segja til að athuga hvort eitthvað vit sé í því.
Annars er nú mót í gangi í Kópavoginum og ég er ferlega spennt að vita hvernig það fer.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?