þriðjudagur, júlí 06, 2004
Ljúft
Það var nú afskaplega rólegur og ljúfur dagur í gær. Það gjörsamlega var varla manneskju að sjá á Hvanneyri, þannig að áreitið í vinnunni var nánast því ekkert. Eftir vinnu var bara brunað í Borgarnes á æfingu. Bara létt æfing. Kastaði slatta með 5 skrefum og komst að því að ef ég er í gömlu spjótkastskónum mínum þá er öklinn bara orðin þolanlegur. Gömlu skórnir halda nefnilega betur við öklan. Held að þeir verði keppnisskórnir mínir núna um helgina. Síðan var aðeins tekið í lóð og síðan slappað af í heitupottunum og góðaveðrinu.
Annars er allt í gangi við að undirbúa förina á Landsmót. Er að verða búin að þvo öll fötin sem ég var með úti og allt að verða klárt.
Held að það verði bara mjög létt æfing hjá mér í dag. Er að spá í að skeppa aðeins í Höfuðstaðinn strax eftir vinnu og fara svo á æfingu í Borgarnesi þegar ég kem til baka.
Svo er bara að vona að veðrið verði gott á norðurlandi næstu daga.
Annars er allt í gangi við að undirbúa förina á Landsmót. Er að verða búin að þvo öll fötin sem ég var með úti og allt að verða klárt.
Held að það verði bara mjög létt æfing hjá mér í dag. Er að spá í að skeppa aðeins í Höfuðstaðinn strax eftir vinnu og fara svo á æfingu í Borgarnesi þegar ég kem til baka.
Svo er bara að vona að veðrið verði gott á norðurlandi næstu daga.
Comments:
Skrifa ummæli