<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júlí 17, 2004

Margt gerst síðan síðast. 

Já það er nú ýmislegt búið að koma upp á síðan ég skrifaði seinast.
Ég er svona að verða búin að jafna mig eftir landsmótið. Ég var svo þreytt eftir það að ég átti bara í mestu vandræðum með að halda mér vakandi í vinnunni. Það er nú líka svo rólegt þar núna. Öklarnir eru allir að koma til, enda komast þeir bara ekki upp með annað.
Ásdís var alveg að bryllera á HM á Ítalíu og ég get nú ekki neitað því að það hafi komið blóðinu á heilmikla hreyfingu.  Og mátti lýsa skapi mínu á þriðjudagskvöldið þannig að það fékk bara ekki neitt í íbúðinni að vera kjurt. Slíkt var eirðar leysið. Og það var nú bara ágætt því það var alveg kominn tími á að taka svoltið til.
Á fimmtudaginn var ég síðan með æfingu fyrir krakkana á Hvanneyri og það var bara heilmargir sem mættu.
Gaman af því.
Ég skellti mér síðan á Coca Cola mót í gær og var alveg glæsileg stemming þar. Ég náði mér aðeins á strik þar og kastaði 53,90 m og átti annað 53,80 m þannig að ég er bara mjög sátt því að ekki get ég nú sagt að ég hafi verið að hitta á það. Var ansi nálægt því í einu kastinu en missti það of hátt.  Vonandi kemur það þá bara á MÍ um næstu helgi.  Sigrún var líka að kasta nokkuð vel í gær. Og kastað rétt tæpa 49 m. En hún á svo mikið inni að ég yrði ekki hissa þó hún færi mjög fljótlega yfir 50 m.  Það væri nú glæsilegt ef það yrði um næstu helgi og við færum þrjár yfir 50 m.
Jæja nú er ég heima í sveitinni fyrir sunnan að slappa af.  Ég ætti nú að fara að geta hvílt úr mér Landsmótið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?