<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Róleg vika. 

Já þessi vika er búin að vera mjög róleg. Enda var það ætlunin. Ég hef samt ekki alveg náð að sofa eins mikið og ég vildi. Það er margt sem gerir.
1.   Hausinn á mér getur bara ekki hætt að hugsa og hugsa. Fæ bara engan frið. 
2.   Það er sumar og þá á ég oft erfitt með að sofa.
3.   Flugur.
4.   Fugl sem er alltaf að reyna að komast í gegnum rúðuna á svefnherbergisglugganum mínum. (Hefði ekki átt að þrifa hann svona vel.)

Annars er ég búin að taka tvær mjög léttar og góðar kastæfingar í þessari viku. Bara þokkalega ánægð með þær.  Sjáum svo bara til hvað gerist á laugardaginn.  Fyrir þá sem ekki vita en vilja vita það þá er spjótkastið klukkan 14:00.  Vonandi koma sem flestir því það verður örugglega skemmtileg keppni.

Svo eru góðar frétti af Bjössa Margeirs, en hann er orðin það batnaður í fætinum að hann ætlar keppa um helgina. Gaman af því.

Góðir hlutir koma hægt.  En þeir koma á endanum.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?