<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Snillingur!! 

Jæja ég skrapp í Krikan í gær og kastaði. Ekki nein frægðar för en ég er enn að fjölga köstunum yfir 50 m. lengsta kastið var 50,92 m. Þannig að það hlýtur bara að fara að koma að því að ég hitti á gott kast.
Annars verð ég bara að segja ykkur hversu mikill snillingur mér tókst að vera í gær.
S.s. ég var að koma heim frá Hafnarfirði. Ekkert mál. Stíg út úr bílnum beygi mig eftir töskunni og skelli svo bílhurðinni á hausinn á mér.
Ég er ekkert verulega slösuð, þannig að það er allt í lagi að hlægja að þessu, en þetta var bara slatti vont. En ég get bara sagt ykkur að það þarf snillinga og mikla lagni til að framkvæma svona klaufaskap. Mætti halda að ég væri farin að refsa sjálfri mér fyrir að kasta ekki lengra.
Jæja annars er stefnan enn sett á að kasta langt og hafa gaman af því.

 

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?