<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 25, 2004

Vel ásættanlegt! 

Jæja árangurinn á MÍ í gær var vel ásættanlegur.  Samt ekki mikið meira en það. Ég náði að vinna, en ekki var ég nú örugg með mig. Því að maður veit aldrei hvenær hinar geta hitt á það.  Og rosalega kom það mér á óvart þegar sagt var frá mótinu í útvarpinu þar var sagt.
"....... og í spjótkastinu vann Vigdís Guðjónsdóttir HSK eins og búast mátti við....." Ekki heyrðist mér á þeim fyrir mótið að þeir væru á þessari skoðun.  Svo fyrir þá sem eru búnir að lesa um spjótið á mbl síðunni þá er ég ekki búin að skipta yfir í HK. Bara til að það fari nú ekkert á milli mála.

Annars fór ég bara beint af MÍ í heljarinnar afmæli hérna upp á Hamarsheiði. Þar voru 4 ágætir menn að halda upp á það að þeir verða allir 50 ára þetta árið. Ég hélt því nú lengi fram að þeir væru að verða 40 ára en mér fannst þeir bara svo ungir að mér datt ekki í hug að þeir ættu 200 ára afmæli.  Þetta var alveg snilldar veirsla í gömlum fjárhúsum sem var búið að dubba upp, og síðan gistu flest allir í tjöldum á túninu fyrir neðan. S.s. svolítil útihátíð.

Jæja annars segi ég bara til hamingju Sunna með Íslandsmetið í 100 og vonandi fer þetta lágmart að hætta að þvælast fyrir okkur sem eigum eftir að ná því.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?