föstudagur, júlí 30, 2004
Verslunarmannahelgarþeytingur
Já það verður mikill þeytingu á mér um helgina. Ég fer núna í kvöld með Auðunni og Glódísi norður að keppa á Sauðárkrók. En sú keppni fer fram á morgun. Erum búin að fá gistingu hjá frændfólki Hörpu á Króknum. Síðan fljótlega eftir að ég er búin að keppa fer ég aftur suður og eldsnemma á sunnudag flýg ég siðan til Köben og fer til Malmö með lest. Það er planið að missa ekki af öllum lestunum!! Síðan á mánudagskvöld er keppni. Síðan verður flogið aftur heim um hádegi á þriðjudag. ´
Þannig að það er heilmikið um að vera hjá mér.
Annars er ég bara búin að vera á 100 í vinnunni að reyna að vinna sem mest í haginn þar sem ég er nú að fara í frí í ágúst. Hvernig svo sem hlutirnir þróast. Og það akkúrat þegar mest er að gera. S.s. þegar skólinn er að byrja.
Ég lentia á annsi góðu spjalli í Kertaljósinu um daginn (Kertaljósið er verslunin hérna á Hvanneyri). Þetta spjall endaði með því að menn voru farnir að heita hinum ýmsu hlutum á mig ef ég næði nú lágmarkinu. Meðal annars bauð Snorri rekstrarstjóri Kertaljóssins mér fría pylsu í hádeginu út árið. Vel boðið hjá honum. Síðan ætlaði Unnsteinn að reyna að toppa þetta og bauð það að Óðinn myndi gera við bílinn minn. Veit ekki hvernig Óðni leist á það, þannig að Unnsteinn gerði annað tilboð og bauð mér torfu í garðinn hjá mér. Einstaklega nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er nú ekki með garð. Og ekki heldur svalir. Þetta voru nú bara svona léttar hádegisumræður, rétt eftir að ég var búin að frétta að FRÍ ætli að styrkja mig með 100 þús kr. Þannig að maður veit að fólk er að hugsa til manns og hefur trú á manni.
Og nú eru sumir ákveðnari en nokkru sinni um að fara að kasta ansi langt.
Þannig að það er heilmikið um að vera hjá mér.
Annars er ég bara búin að vera á 100 í vinnunni að reyna að vinna sem mest í haginn þar sem ég er nú að fara í frí í ágúst. Hvernig svo sem hlutirnir þróast. Og það akkúrat þegar mest er að gera. S.s. þegar skólinn er að byrja.
Ég lentia á annsi góðu spjalli í Kertaljósinu um daginn (Kertaljósið er verslunin hérna á Hvanneyri). Þetta spjall endaði með því að menn voru farnir að heita hinum ýmsu hlutum á mig ef ég næði nú lágmarkinu. Meðal annars bauð Snorri rekstrarstjóri Kertaljóssins mér fría pylsu í hádeginu út árið. Vel boðið hjá honum. Síðan ætlaði Unnsteinn að reyna að toppa þetta og bauð það að Óðinn myndi gera við bílinn minn. Veit ekki hvernig Óðni leist á það, þannig að Unnsteinn gerði annað tilboð og bauð mér torfu í garðinn hjá mér. Einstaklega nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er nú ekki með garð. Og ekki heldur svalir. Þetta voru nú bara svona léttar hádegisumræður, rétt eftir að ég var búin að frétta að FRÍ ætli að styrkja mig með 100 þús kr. Þannig að maður veit að fólk er að hugsa til manns og hefur trú á manni.
Og nú eru sumir ákveðnari en nokkru sinni um að fara að kasta ansi langt.
Comments:
Skrifa ummæli