þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Engin rigning ??
Jæja vitið þið hvað, ég fór og keppti í gær og það var ekki rigning. Hvað ætli sé langt síðan það gerðist??? Ég sannaði það líka fyrir sjálfri mér að ég er enn alveg í fullu fjöri í sportinu því ég keppti á tveimur mótum með klukkutíma millibili og kastaði yfir 50 m á þeim báðum. Og allt þetta eftir að hafa unnið fullan vinnudag áður. Geri aðrir betur. Verð nú samt að viðurkenna að ég er ansi stíf í bakinu í dag. En 9. ágúst er liðinn og ég er ekki búin að kasta 56 m þannig að ég verð bara heima í sveitinni í fríiunu mínu að horfa á Ólympíuleikana. Rosalega verður það nú gaman. Það eru allir velkomnir að koma og horfa með mér ef þeir eiga leið um suðurlandið. Annars stóðu stelpurnar sig líka vel í gær og köstuðu þræl vel. Sigrún bætti sig... til hamingju, en við verðum nú að fara að koma þér yfir 50 m. Það er svo ansi stutt í það!!!
En annars þá hélt bikarkeppnin áfram á laugardag. Rosalega spennandi keppni en ferlega leiðinlegt veður. Ég tók þátt í miklum list dansi bæði með sleggju og kringlu. Ég verð nú að segja það að ég bara skil ekki alveg hvernig á að kasta sleggju. En ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því heldur. Ætli maður verði ekki að æfa þetta eitthvað til að ná einhverjum áttum. Eins með kringluna þá skil ég þá grein aðeins betur. En veit að maður verður að æfa sig til að kasta langt. En mér tókst nú að kasta 34,90 m sem er alveg þokkalegt að mínu mati. En ég þurfti mikið að flýta mér af svæðinu þegar mótinu lauk þannig að ég gat ekki óskað sigurvegurunum til hamingju eins vel og ég vildi. Þannig að
TIL HAMINGJU FH OG
TIL HAMINGJU KARLA LIÐ UMSS
Jæja ekki meira í bili.
Takmarkið er að kasta lengra, og það sem fyrst.
En annars þá hélt bikarkeppnin áfram á laugardag. Rosalega spennandi keppni en ferlega leiðinlegt veður. Ég tók þátt í miklum list dansi bæði með sleggju og kringlu. Ég verð nú að segja það að ég bara skil ekki alveg hvernig á að kasta sleggju. En ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því heldur. Ætli maður verði ekki að æfa þetta eitthvað til að ná einhverjum áttum. Eins með kringluna þá skil ég þá grein aðeins betur. En veit að maður verður að æfa sig til að kasta langt. En mér tókst nú að kasta 34,90 m sem er alveg þokkalegt að mínu mati. En ég þurfti mikið að flýta mér af svæðinu þegar mótinu lauk þannig að ég gat ekki óskað sigurvegurunum til hamingju eins vel og ég vildi. Þannig að
TIL HAMINGJU FH OG
TIL HAMINGJU KARLA LIÐ UMSS
Jæja ekki meira í bili.
Takmarkið er að kasta lengra, og það sem fyrst.
Comments:
Skrifa ummæli