<$BlogRSDURL$>

laugardagur, ágúst 07, 2004

Hvað er þetta með þessa rigninu? 

Það er sama hvert ég fer til að keppa það er alltaf rigning. S.s. það eru einhver álög á mér núna. Hvernig ætli ég geti losnað við þau?????
Það var nefnilega aleg haug mígandi rigning í gær þegar ég var að keppa í Bikarnum í Krikanum, auk þess var vindurinn alveg ómögulegur. Hann var þannig að hann var slæmur hvorumegin sem við köstuðum. Þannig að markmið dagsins var að vinna spjótið og slasa sig ekki. Það tókst og við nefnum engar tölur. Eftir keppnina í gær brunaði ég austur fyrir fjall. Heim!! Og lagðist í heitapottinn með nuddi og alles og það er langt síðan að það hefur verið svona hrikalega nauðsynlegt.
Ég vona að í dag verði ekki eins mikil rigning. Því ég er að fara að keppa í kastgreinum sem ég er bara ekki neitt búin að æfa. Jæja ég er nú búin að taka 2 æfingar í kringlu á Landsmótinu, en sleggjuna hef ég ekki snert síðan í bikar í fyrra. Þannig að það verður bara sett í gleði gírinn og svo gerir maður sitt besta. :)

Svo er síðasta tækifærið til að ná Ólympíulágmarkinu að þessu sinni á mánudaginn og eru bæði Ármenningar og Hafnfirðingar búinir að auglýsa mót. Mér líkar nú betur við að keppa í Krikanum. Það er alltaf einhvern vegin meiri stemming í mér þar. En ætli maður spái ekki aðeins í vindáttinni!!

Allir á völlinn. Því það er mikil og spennandi keppni fyrir höndum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?