miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Kúluvarpskeppni á Ólympíuleikunum
Já nú er kúlan búin í Athenu. Ekkert smá sem ég naut þess að horfa á þessa keppni. Til tilbreytingar þá gat maður séð öll köstin í úrslita keppninni, ekki bara eitt kast frá hverjum verðlaunahafanum. Svona á þetta auðvitað að vera. Að hver og ein grein geti fengið að njóta sín. Þetta var alveg feyknalega jöfn keppni hjá körlunum en ekki fekk ég nú að sjá hann vin minn hann Reese kasta þar eins og ég vonaðist til.
Kvenna keppnin var nú ekki eins jöfn en skemmtileg samt.
Annars er meira hvað það er búið að vera gaman að horfa á Ólympíuleikana í sjónvarpinu. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur haft gaman af því að horfa á hinar ýmsu greinar og maður getur jafnvel orðið feikilega spenntur fyrir ótrúlegustu greinum.
Jæja, ætla að fara að koma mér út í góða veðrið.
Kvenna keppnin var nú ekki eins jöfn en skemmtileg samt.
Annars er meira hvað það er búið að vera gaman að horfa á Ólympíuleikana í sjónvarpinu. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur haft gaman af því að horfa á hinar ýmsu greinar og maður getur jafnvel orðið feikilega spenntur fyrir ótrúlegustu greinum.
Jæja, ætla að fara að koma mér út í góða veðrið.
Comments:
Skrifa ummæli