fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Þvílíkt snilldar veður ;)
Ég get bara ekki líst því hvað ég er sátt við þetta veður. Og ekki var það verra þegar rektor bað mig blessaða um að hætt að vinna kl. 2.30 í gær. Þannig að ég fór bara snemma á æfingu og lá svo í vaðlauginni í Borgarnesi í hellings tíma. Er ekki frá því að ég gæti hafa náð mér í svoltin lit. En þessi hiti hefur aukaverkanir. Ég var orðin svo dofin í gær að ég hafði bara ekki list á því að versla í matinn. Keyfti reyndar melónu og át hana, en var ekki alveg sátt við sjálfa mig í morgun þegar ég hafði ekkert að borða í morgunmat. En fann nú einhver egg í ísskapnum og borðaði þau. Það verður bara ad duga þar til Kertaljósið opnar.
Síðan er ég ekkert smá farin að hlakka til að komast í langþráð sumarfrí.
Síðan er ég ekkert smá farin að hlakka til að komast í langþráð sumarfrí.
Comments:
Skrifa ummæli