miðvikudagur, september 15, 2004
Alveg að fara að byrja aftur
Ég er ekki enn orðin veik eins og ég er alveg búin að vera að bíða eftir núna seinustu daga og ég vona bara að ég sleppi alveg við þessa pest. Ég skellti mér í blak í gær og það var bara skemmtilegt eins og alltaf og ég komst að því að ég er alveg að fara að skella mér í haustæfingarnar. Er til að byrja með búin að ákveða að fara og synda svoltið í sundlauginni á eftir. Ekki bara fara og liggja í heitapottinum og vaðlauginni til skiftis eins og ég hef verið að gera seinustu vikuna. Ætli ég skelli mér svo ekki bara í það að taka morgunæfingu í fyrramálið. Það eru nú orðnar 3 vikur síðan ég tók almennilega á því síðast og ég er búin að gera sumt af því sem ég ætlaði að gera í hvíldinni. En ætli helgaræfingarnar verði ekki teknar í skógarhöggi. Allavega er það planið hjá mér.
Comments:
Skrifa ummæli