fimmtudagur, september 30, 2004
Ekkert
Ekkert svosem að frétta af mér. Ég er bara áfram að vinna eins og hestur. Eitt verður annars öðruvísi í dag en venjulega. Það er nefnilega sinfoníutónleikar í íþróttahúsinu þannig að ég er að spá í að skella mér bara í göngutúr í staðin fyrir að lyfta, þar sem að íþróttahúsið er lokað í allan dag. Ég var annars alveg búin að plana það að fá bara nóturnar hjá stjórnandanum og láta skellina bara falla inn í tónlistina. En þeir treysta mér líklega ekki til þess. Ég lærði nú einu sinni örlítið á píanó, þannig að ég skil bara ekki vantraustið!!
Over and out -
Over and out -
Comments:
Skrifa ummæli