<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 16, 2004

Ekki stóð það nú legni. 

Já ekki átti ég nú flottasta bílinn hérna á Hvanneyri lengi. Rektorinn var nefnilega að kaupa sér geðveikt flottan og nýjann jeppa. Ekki get ég nú keppt við það, þar sem ég vænti að þau hjónin séu að fá talsvert meira í bankabókina sína á mánuði en ég. Þannig að ég játa mig sigraða. En minn bíll er nú samt flottur og ég verð bara að biðja rektorinn um að leggja sínum bíl aðeins í burtu frá mínum svo hann fái að njóta sín.
Annars ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að bíða með að byrja á morgun æfingunum. Ég hefði bara hreinlega fokið ef ég hefið reynt að hlaupa eitthvað í morgun. Ef ég hefði þá náð að opna útidyrahurðina. Það var s.s. rok hérna og rigning. En ég var hrikalega dugleg í gær og synti 1000 m og ætli ég skreppi ekki bara aftur niður í Borgarnes í dag og komi jafnvel við í tækja salnum áður en ég skrepp í sundið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?