laugardagur, september 04, 2004
Það hlaut að koma að því!
Já hann Runólfur minn er dáinn. S.s. bíllinn minn. Hann er nú búinn að duga ansi lengi, en mig var nú farið að gruna að hann digði ekki mikið lengur. Ég fekk jeppan frá foreldrum mínum lánaðann þessa vikuna í vinnuna, en þau ætluðu að nota Runólf ef þau þyrftu að fara eitthvað. Þannig að mamma skrapp á honum til Selfoss og þá bara dó hann þegar hún var komin þangað. :(
Þannig að núna þarf ég að fara að eyða peningum sem ég á ekki og það er bara ekki alveg það skemmtilegasta sem ég veit. En það verður nú samt gaman að fá nýjan bíl. Þar sem maður getur opnað allar hurðir og lokað, læsingin virkar og fleira í þá áttina.
Annars er ég bara búin að vera ansi löt að skrifa núna. Ég byrjaði í vinnunni eftir sumarfrí núna í þessari viku og það er bara búið að vera geðveikt að gera. Allir krakkarnir komnir og allir þurfa að tengjast inn á kerfið en vita ekki hvernig þeir eiga að gera það. Margir vita ekki einu sinni munin á tölvusnúru og símasnúru og það er erfiðara en margir halda að útskýra muninn fyrir fólki sem er alveg með það á hreynu að það kann ekki neitt um tölvur.
Í dag er síðan stórmót ársins. Það er Baldurs- og Skeiðamótið. Það er mót þar sem allir keppa í hinum og þessum greinum. Og er líklega eina mótið þar sem ég sést stökkva hástökk. Ekki get ég nú sagt að ég sé góð í þessum greinum en ég get alltaf falið mig á bak við það að það er bara mosavaxinn grasvöllur sem við erum að keppa á, og fólk er mikið að hafa gaman af þessu.
Jæja ég var nú næstum búin að gleyma því að nefna aðal málið sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast. En í gærmorgun þá eignuðust Svala og Ingvar vinir mínir sinn annan strák. Til hamingju með það. Er ekki enn búin að sjá hann, að það verður gert mjög fljótlega. Stóri bróðir var ekki alveg sáttur þar sem að hann vildi endilega eingast systur og hún átti að heita Alexandra eins og frænka hans, sem er svo góð við hann. Ekkert smá indislegur þessi drengur.
Jæja nú verð ég að fara í andlega uppbyggingu fyrir stórmótið.
Kveðja frá þeirri bíllausu.
Þannig að núna þarf ég að fara að eyða peningum sem ég á ekki og það er bara ekki alveg það skemmtilegasta sem ég veit. En það verður nú samt gaman að fá nýjan bíl. Þar sem maður getur opnað allar hurðir og lokað, læsingin virkar og fleira í þá áttina.
Annars er ég bara búin að vera ansi löt að skrifa núna. Ég byrjaði í vinnunni eftir sumarfrí núna í þessari viku og það er bara búið að vera geðveikt að gera. Allir krakkarnir komnir og allir þurfa að tengjast inn á kerfið en vita ekki hvernig þeir eiga að gera það. Margir vita ekki einu sinni munin á tölvusnúru og símasnúru og það er erfiðara en margir halda að útskýra muninn fyrir fólki sem er alveg með það á hreynu að það kann ekki neitt um tölvur.
Í dag er síðan stórmót ársins. Það er Baldurs- og Skeiðamótið. Það er mót þar sem allir keppa í hinum og þessum greinum. Og er líklega eina mótið þar sem ég sést stökkva hástökk. Ekki get ég nú sagt að ég sé góð í þessum greinum en ég get alltaf falið mig á bak við það að það er bara mosavaxinn grasvöllur sem við erum að keppa á, og fólk er mikið að hafa gaman af þessu.
Jæja ég var nú næstum búin að gleyma því að nefna aðal málið sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast. En í gærmorgun þá eignuðust Svala og Ingvar vinir mínir sinn annan strák. Til hamingju með það. Er ekki enn búin að sjá hann, að það verður gert mjög fljótlega. Stóri bróðir var ekki alveg sáttur þar sem að hann vildi endilega eingast systur og hún átti að heita Alexandra eins og frænka hans, sem er svo góð við hann. Ekkert smá indislegur þessi drengur.
Jæja nú verð ég að fara í andlega uppbyggingu fyrir stórmótið.
Kveðja frá þeirri bíllausu.
Comments:
Skrifa ummæli