<$BlogRSDURL$>

laugardagur, september 11, 2004

Réttirnar 

Jæja ég skrapp heim í réttirnar í morgun. Alltaf jafn gaman að fara í réttir. Við eigum nú ekki neinar kindur þannig að maður dregur bara fyrir nágrannann. Það voru ekki margar kindur í réttunum. Allavega tóku réttirnar fljótt af. Síðan var bara brunað í réttasúpu, slappað af með helling af gestum í heimsókn og skellti svo í eina köku þegar mesta gusan var liðin hjá til að vera nú við öllu búinn ef einhverjir fleiri kæmu. Þó það væri nú alveg til mikið meira en nó að kjötsúpu.
Í kvöld á svo að skella sér í frænku partý. Alltaf jafn gaman að hitta þær. Við ætlum að hittast á Hótel Ólafur(Hótel Selfoss en bróðir hennar mömmu á það ásamt nokkrum öðrum og því gengur það undir því nafni hjá okkur.), og þar á sko að borða góðan mat og tala mikið.
Annars er ég nú alltaf að verða ánægðari og ánægðari með bílinn minn. Og fyrir þá sem vilja fá nánari lýsingu á honum þá er þetta Renault Megan. Svartur með álfelgum og skyggðum rúðum. Sumum finnst nú aftur endinn á honum ekki flottur en ég held að það sé nú bara öfund.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?