þriðjudagur, október 19, 2004
Allt brjálað!!
Jesús hvað það getur verið brjálað að gera hérna. S.s. í gær fór allt í svokallað hass hérna. Þannig að ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafa áhyggjur af því að keyra á sumardekkjunum niður í Borgarnes á æfinu. Ég var búin í vinnunni um klukkan 22:00 í gær. Um klukkan 19 þar sem ég sat fyrir framan eina leiðindartölvu fattaði ég að á átti alveg eftir að fara yfir verkefni sem ég varð að skila í dag, þannig að ég saltaði restin af tölvunum sem eru bara enn í hassi, en ég er búin að fara yfir verkefnin. Ég get svo svarið það að ég ætla svo að njóta þess þegar kennslan er búin.
Annars er ég bara ekki sátt við þetta veður. Bara skafrenningur og skaflar núna og í gær var bara bilur. Ekki sátt ekki sátt. Og það á að vera brjálað rok langt fram á kvöld. En ætli ég verði nú ekki samt að reyna að dóla mér á sumardekkjunum niður í Borgarnes í dag, þar sem að ísskápurinn er orðinn tómur og það gengur ekki að missa af æfingu tvo daga í röð!!
Annars er ég bara ekki sátt við þetta veður. Bara skafrenningur og skaflar núna og í gær var bara bilur. Ekki sátt ekki sátt. Og það á að vera brjálað rok langt fram á kvöld. En ætli ég verði nú ekki samt að reyna að dóla mér á sumardekkjunum niður í Borgarnes í dag, þar sem að ísskápurinn er orðinn tómur og það gengur ekki að missa af æfingu tvo daga í röð!!
Comments:
Skrifa ummæli