<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 04, 2004

Dugnaðurinn!! 

Já það var ekkert smá sem ég kom í framkvæmd um helgina.
Ég ákvað að sleppa öllu idoli á föstudagskvöldið og renndi heim á Skeiðin og slappaði af.
Á laugardaginn var dagurinn tekinn nokkuð snemma og fór ég aðeins út í garð að búta niður niðursöguð tré. Síðan strax eftir hádegi fórum við og sóttum kvígurnar sem enn voru uppi í engjum. Þær voru eins og hugur manns og urðu bara móðgaðar þegar við settum sumar af þeim aftur út á tún. Þær vildu sem sagt bara vera inni í fjósi. Svo ákvað ég að ég væri nú ekki búin að gera alveg nóg þannig að ég skrapp út í hross og klappaði þeim svoltið og tók nokkrar myndir. (Set þær hingað inn fljótlega.) Og endaði svo góðan dag á því að hlaupa langt og slappa svo af í sófanum.
Á sunnudaginn var svo aldeilis tekið á því en þá var tókum við öll trén sem við erum búin að saga niður í garðinum og settum þau í kurlara. Og þetta var nú ekkert smá magn. Úr þessu urðu 9 stórsekkir af kurli.
Eftir smá afslöppun eftir átökun fór ég aftur upp á Hvanneyri. Kom reyndar við í hesthúsinu, að kíkja á sjúklingana. Og eru þeir nú allir að braggast. Allavega eru rifbeinin hætt að vera jafn áberandi.

Þetta var sem sagt það sem ég var að dunda mér við um helgina.
Í morgun skellti ég mér síðan á morgunæfingu. (Létt skokk og 10x100 m með 1,5 mín á milli.) Ekkert smá hressandi. Ég gerði þetta því ég var nú svoltið lemstruð eftir átök gærdagsins og ætla að taka vel á því á æfingunni í kvöld. Þannig að ég taldi best að mýkja sig aðeins upp fyrir átökin.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?