<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 28, 2004

Eitt og annað 

Já það er nú eitt og annað sem ég ætla að tjá mig um núna.
Það fyrsta.
Til hamingju með dótturina Kristjana og Freyr. En Freyr fékk eina 14. marka og 52 sm stelpu í afmælisgjöf í gærmorgun.
Annað.
Ég komst að því á þriðjudagskvöldið að ég get eiginlega ekki verið í bíl sem er keyrður á of litlum hraða. Það var þannig að ég var á leiðinni á blakæfingu og við skiptumst á að keyra hérna nokkar. Sú sem var að keyra núna fór aldrei hraðar en á 70 km/klst. Mér leið svo illa að ég var alveg við það að hoppa út og labba heim. Skil bara ekki alveg hvaðan þetta kemur, vegna þess að ég var ekki nokkurn hlut að flýta mér.
Þriðja.
Það var ekkert smá fallegt úti í gærkvöldi og nótt. Ég skrapp nefnilega hérna út á hól og var að fylgjast með tunglmyrkvanum. Gafst reyndar upp þegar tunglið var hálf myrkvað, en naut þess sko til hins ítrasta (eða er það ýtrasta) að slappa af úti.
Fjórða.
Dagurinn í dag á að ég held eftir að vera nokkuð strembinn. Sérstaklega þar sem ég var að þessu næturbrölti í nótt. Fyrst er það vinnan, síðan æfing, eftir það stærðfræði hjálp, og einhverstaðar þarna inni á milli þarf ég að versla til að geta hafa eitthað til að borða.

Held ég sé búin með tjáningar brúsann í þetta skiptið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?