föstudagur, október 01, 2004
Það er að koma helgi.
Jæja mikið er nú gott að það sé að koma helgi. Ekkert smá sem maður lifir fyrir þær. Annars horfi ég í hillingum til 15. október, en þá er síðasti tíminn í stærðfræðinni sem ég er að kenna. Það er bara svo mikið að gera hjá mér í tölvuumsjóninni að ég bara hef ekki tíma til að sinna því eins og ég vildi.
Annars er víst Idol í kvöld og ætli maður verði nú ekki að fylgjast með þessu frá byrjun núna. Sá bara nokkur kvöld í fyrra. Þannig að ég þarf að fara að finna einhvern með stöð 2 til að horfa á þetta með. ;)
Annars er víst Idol í kvöld og ætli maður verði nú ekki að fylgjast með þessu frá byrjun núna. Sá bara nokkur kvöld í fyrra. Þannig að ég þarf að fara að finna einhvern með stöð 2 til að horfa á þetta með. ;)
Comments:
Skrifa ummæli