miðvikudagur, október 20, 2004
Smá logn!
Já það var ekki alveg eins brjálað að gera í gær og í fyrradag. Þannig að ég held ég ætti að hafa þetta af. Ég var mikið að spá í að pannta bara pláss á Kleppi svona til öryggis. Maður verður svo ferlega ruglaður við það að vinna svona mikið. Síðan fer svefnin allur í rugl þegar maður er að hafa allar þessar áhyggjur. Ég vaknaði til dæmis á sunnudags nóttina eftir að hafa verið að berjast í spænsku prófi heillengi. Og það var svakalega erfitt. Sérstaklega þar sem ég kann ekki baun í spænsku en þetta var samt alveg hrikalega alvarlegt mál. Og ég alveg á bömmer yfir þessu. Þannig að ég byrjaði bara að teikna einhverjar myndir. Ótrúlegt en satt þá voru þessar myndir alveg þræl góðar. En það er einmitt eitt af því sem ég get bara gert í draumi ;)
Annars þarf ég að fara að skreppa núna og pína "litlu" nemendurnar mína með prófinu sínu...
Annars þarf ég að fara að skreppa núna og pína "litlu" nemendurnar mína með prófinu sínu...
Comments:
Skrifa ummæli