<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 22, 2004

Allt að koma! 

Jæja það varð víst fjaðrafok þegar ég tjáði mínum samstarfsmönnum hvert mitt starfstilboð væri. Alla vega er það svo komið að aðstoðarrektor er búinn að hringja í mig og biðja mig blessaða að taka ekkert mark á þessu bréfi sem ég fékk. Ætla nú ekkert að hrópa húrra fyrr en ég er komin með eitthvað annað í hendurnar.
Annars fór ég heim í sveitina um helgina og heilmikið tekið fyrir að þessu sinni. Lét taka aðeins til í hárinu á mér. Til að byrja með og svo réðumst við mamma í smákökubakstur. Ein tegund búin Sörurnar því þær eru svo tímafrekar í gerð.
Það var síðan þvílíkt veirsla í sunnudagskaffinu. Það var tekið á það ráð að baka skúffuköku líka því Gestur og fylgdarlið ætlaði að mæta í kaffi. Þau komu síðan með vöfludeig með sér líka þannig að þetta var heljarinnar veisla.
Í gær kvöldi lenti ég síðan í nokkru sem hefur bara ekki komið fyrir síðan ég veit ekki hvenær. Það var að ég þurfti að keyra Hvalfjörðin því göngin voru lokuð vegna óhapps. Ég var alveg búin að gleyma því hvað Hvalfjörðurinn var la.....ngur og leiðinlegur í akstri. Sérstaklega þegar maður sér ekkert fyrir myrkri.
En ég man þetta bara næst þegar ég keyri framhjá afleggjaranum og spái í því hvort ég eigi að taka útsýnistúr.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?