miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Blak eða hvað!!!
Jæja það er bara komin vetur. Ég get svo svarið það að það snjóaði svo mikið í gær að þegar ég var búin að æfingu í gær, byrjaði ég að sópa snjónum af bílnum. Byrjaði á fram rúðunni, tók síðan aðra hliðina, aftur gluggan og síðan hina hliðina. Þegar þetta var búið var alveg jafn mikill snjór á bílnum og fyrir þannig að ég ákvað að þetta gengi bara ekki og notaði rúðuþurrkurnar. Síðan var haldið heim til að fara á blakæfingu. Veit ekki alveg hvað var í gangi á þessari æfingu. Ætli snjórinn hafi þessi áhrif á fólk. En eitthvað fór þessi æfing úr böndunum, því undir lokin vorum við komnar í öskurkeppni. Veit ekki hvort þetta væri löglegt á móti en myndi eflaust hafa truflandi áhrif. Hef alla vega ekki orðið vitni að því að sjá blakmenn öskra í uppgjöfum og smössum!! En þetta hafði truflandi áhrif á mótherjana svona til að byrja með en síðan hafði þetta frekar truflandi áhrif á alla þar sem menn voru bara orðnir frekar slappir, af eftirköstum öskranna .... he he.
Comments:
Skrifa ummæli