mánudagur, nóvember 01, 2004
Helgin
Já helgin er liðin. Og það gekk nú á ýmsu um þessa helgi. Á föstudaginn fór ég heim í sveitina og náði mér í smá vott af ælupest. En var orðin bara góð á laugardagsmorguninn. En það var mamma mín aftur á móti ekki. Þannig að þar sem hún var svona slöpp og þurfti samt að fara á fund hjá hænufélaginu þá var ég bara einkabílstjóri. Kom svo við í blómavali og keyfti aðeins þakklætisvott til Gunnu frænku. En hún var að gefa mér alveg geðveikt bútasaumsteppi. Þegar komið var heim aftur var bara lagst í sófann og slappað af. Skrapp reyndar aðeins á Selfoss að hitta hana Betu vinkonu mína en hún var þar á LH þingi. Stefnan var reyndar að fara aðeins að jamma með henni en þetta var víst eitthvað lokað samkvæmi og ekki þýddi að deila við dyravörðinn í þetta skipti. Ég var nú bara fegin svona eftir á að fara bara heim og halda áfram að slappa af í sófanum. Rankaði svo af og til á sunnudaginn og í eitt skiptið dreif ég mig fram úr og þreyf aðeins bílinn minn að innan. Ekki var hægt að þrífa hann að utan vegna kulda. Og svo fór bara að snjóa!!
Þá var bara brunað upp á Hvanneyri, og þegar þangað var komið fattaði ég að ég var með bíllyklana af Jeppanum foreldranna í vasanum. Rétt síðar hringir mamma og spyr mig hvort ég viti um þá. Því þau voru ekki að finna varalyklana.
Hef ekki heyrt í þeim síðar. Vonandi hafa varalyklarnir fundist svo þau séu ekki strandaglópar heima!! Þetta er samt alveg dæmigert fyrir mig, því ég og bíllyklar erum ekki vinir og þeir eru alltaf að stíða mér ;)
Þá var bara brunað upp á Hvanneyri, og þegar þangað var komið fattaði ég að ég var með bíllyklana af Jeppanum foreldranna í vasanum. Rétt síðar hringir mamma og spyr mig hvort ég viti um þá. Því þau voru ekki að finna varalyklana.
Hef ekki heyrt í þeim síðar. Vonandi hafa varalyklarnir fundist svo þau séu ekki strandaglópar heima!! Þetta er samt alveg dæmigert fyrir mig, því ég og bíllyklar erum ekki vinir og þeir eru alltaf að stíða mér ;)
Comments:
Skrifa ummæli