þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Slabb!
Jæja er bara farin að blogga tvo daga í röð. Skil ekkert í þessum dugnaði núna. Annars var ég alveg eins og tuska á æfingunni í gær og endaði með því að gefa skít í planið í miðri æfingu og fór bara í brennslu. Var hvort sem er ekki að gera neitt góða hluti. Vona bara að ég verði hressari í kvöld.
Annars er leiðinlegasta veður sem hægt er að hugsa sér núna. Það er svo mikið slabb að það er gjörsamlega að gera mig brjálaða. Það er svotil sama hvernig maður klæðir sig maður verður alltaf blautur. Það er þá betra þegar það er bara rigning því þá rennur bleytan af manni, en í svona veðri þá klessist bleytan á mann þangað til hún finnur sér leið í gegnum fötin eða fram hjá þeim á einhvern hátt. Þannig að planið er að fara bara ekki út í dag. Veit auðvitað ekki hvort það tekst en ég reyni allt áður en ég neyðist til að fara út.
Það er einmitt á svona dögum sem það tekur mig lengstan tíma að sannfæra sjálfa mig að ég eigi að fara fram úr rúminu. Það bara hefur ekkert nema leiðindi í för með sér. Eða þannig hugsaði ég með mér í morgun. Það er svo mikið betra að halda bara áfram að sofa uppi í rúmi þar sem allt er þurrt og enginn er pirraður út af slabbinu og svo mætti lengi telja áfram. En ég fór samt á fætur. Kannski aðallega vegna þess að ég var orðin svöng. Og þar sem ég var nú komin fram úr rúminu þá var það nú aumingjalegt að mæta ekki í vinnuna....
Vona svo bara að slappið fari sem fyrst.
Annars er leiðinlegasta veður sem hægt er að hugsa sér núna. Það er svo mikið slabb að það er gjörsamlega að gera mig brjálaða. Það er svotil sama hvernig maður klæðir sig maður verður alltaf blautur. Það er þá betra þegar það er bara rigning því þá rennur bleytan af manni, en í svona veðri þá klessist bleytan á mann þangað til hún finnur sér leið í gegnum fötin eða fram hjá þeim á einhvern hátt. Þannig að planið er að fara bara ekki út í dag. Veit auðvitað ekki hvort það tekst en ég reyni allt áður en ég neyðist til að fara út.
Það er einmitt á svona dögum sem það tekur mig lengstan tíma að sannfæra sjálfa mig að ég eigi að fara fram úr rúminu. Það bara hefur ekkert nema leiðindi í för með sér. Eða þannig hugsaði ég með mér í morgun. Það er svo mikið betra að halda bara áfram að sofa uppi í rúmi þar sem allt er þurrt og enginn er pirraður út af slabbinu og svo mætti lengi telja áfram. En ég fór samt á fætur. Kannski aðallega vegna þess að ég var orðin svöng. Og þar sem ég var nú komin fram úr rúminu þá var það nú aumingjalegt að mæta ekki í vinnuna....
Vona svo bara að slappið fari sem fyrst.
Comments:
Skrifa ummæli