<$BlogRSDURL$>

laugardagur, desember 18, 2004

HÆ! 

Ekkert smá sem maður er nú búin að atorka síðan síðast. Skellti mér nefnilega í veslanir á leiðinni í sveitina í gærkvöldi og verslaði inn bara næstum allar jólagjafirnar. Gleymdi bara smá!! Þannig að mín vegna mega jólin bara fara að koma.
En það er nú ekkert létt verk að velja jólagjafir fyrir fólk sem manni finnst að eigi allt, svo á það eflaust ekki eitthvað og maður leitar og leita að því!! En einhvernvegin hefur þetta alltaf reddast ;)
Í dag á síðan að fara út að borða með allri fjölskyldunni, en það er að verða einskonar hefð hjá okkur á aðventunni, og alltaf jafn skemmtilegt.
Grillpartýið á fimmtudagin var náttúrulega algjör snilld. Enda var Binni grillmeistari og Anna Lísa er bara snilldar meðlætiskokkur.
Annars verður ekki þverfótað fyrir partýum á næstunni. Á mánudaginn verður eitt stykki létt partý á Hvanneyri, og aftur á þriðjudaginn annað svona formlegra partý til að kveðja núverandi rektor. Hann ætlar að reyna að koma en á nú ekki auðvelt með það þar sem að hann var svo óheppinn að detta í hálku um daginn og rífa allt sem hann gat rifið fyrir ofan vinstra hnéð. Ekki nóg með það að hann megi ekki beygja fótinní 8 vikur þá er hann ekki settur í gifs vegna aldurs. Þannig að það eina sem hann er með er þessi fíni taumur sem hann festir í tærnar og togar fótinn fram með. Og hann sem er að fara í janúar út til Indlands að gifta dóttur sína.
Rosalega á maður gott að vera með tvo þokkalega virka fætur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?