<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 06, 2004

Hvað eru bakaðar margar sortir? 

Er þetta ekki alveg dæmigert efni í desember. Alla vega er mamma alltaf að hringja í hina og þessa og metast hvað við erum búnar að baka mikið. Það var nefnilega tekin góð rispa í eldhúsinu um helgina þannig að við erum komnar upp í 7 tegundir.
1. Sörur.
2. Súkkulaði- og hnetubitakökurnar.
3. Bismarkkökur.
4. Vanilluhringir.
5. Vínarkökur.
6. Mömmukökur.
7. Kransakökubitar.

Sörurnar voru bakaðar fyrir nokkru en hitt gerðum við um helgina. Ekkert smá sem mér finnst gaman að baka. Ætli við munum ekki bæta við einni eða tvemur tegundum í viðbót áður en við förum að einbeita okkur að jólahreingerningunni. Verð eiginlega að vera dugleg að þrífa allt hérna á Hvanneyri í vikunni. En það er aldrei að vita hvenær vinnutörnin í sambandi við sameiningu tölvurkerfanna á hefst. Og þá verður eflaust ekki mikill tími til annars.
Ég var einmitt að hugsa um það að þetta verða eiginlega hræðileg jól fyrir jólabarnið mig. Ég bara verð að vinna eins og vitleysingur öll jólin. :(
Vona bara að ég verði ekki ein í vinnunni því það væri extra leiðinlegt.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?