<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 07, 2004

Öll að koma til! 

Jæja, ég held bara að ég sé að verða komin upp úr þessu þreytu skeiði sem ég er búin að vera í. :) Alla vega þá var ég bara þvílíkt orku mikil í gær og vaknaði síðan alveg eldsnemma í morgun (þó svo að það hafi ekki verið planað.) og þá er ekki hægt annað en að taka eina létta morgun æfingu. Þá fyrstu hjá mér í nokkuð langan tíma. Ekkert smá sem manni líður nú mikið betur í vinnunni eftir að hafa hreyft sig svoltið fyrst.

Annars er svoltið finndið hvað sumt fer í taugarnar á manni en annað ekki. Ég til dæmis þoli það ekki þegar fólk í kringum mig sötrar. Aðrir taka ekki einu sinni eftir því. Síðan er mér nokk sama hvort fólk pússar neglurnar í kringum mig eða lætur braka í liðunum. Þetta fer síðan ofboðslega í taugarnar á öðrum.
Hvað ætli það sé sem stjórnar því hvað fer í taugarnar á manni og hvað ekki? Vildi alla vega gjarna losna við það að láta það fara í taugarnar á mér að maðurinn við næsta skrifborð hérna sötrar alltaf kaffið sitt öðruhvoru allan daginn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?